Það var í enda nóvember 2016 að ég var lagður inn fárveikur og hafði í raun verið það allt árið en mis mikið. Mikið álag var á mér í apríl  fram í maí 2016 eftir erfið samskipti á gömlum vinnustað sem ég starfaði á árunum (2010-2014 )en síðasta árið (2014) var afar erfitt, þar sem eineltismál voru ekki viðurkennd (sú saga mun birtast í bókinni) og var það mikill léttir að koma því frá þar.

Hins vegar hrundi veröldin,sálin og hugsun mín  brotnuðu, já í ótal mola. í kjölfar þessa veikinda ákvað ég strax að nýta reynsluna og leyfa öðrum að læra og heyra söguna um minn bata. Hann hefur verið erfiður á köflum en líka léttur, í kjölfar uppbyggingar ákvað ég að snúa mér að Mindfulness og hugleiðslu sem hefur hjálpað mikið.

Núvitund (mindfulness) er öflug leið til að minnka streitu og auka vellíðan og meðvitund í daglegu lífi. Núvitund er einfaldlega það að vita hvað er að gerast á meðan það er að gerast. Að velja að láta athyglina hvíla á líðandi stund á hverju andartaki, án þess að taka afstöðu eða fella dóma. Núvitund miðar að því að skoða leiðir hugans og efla sjálfsvitund og sjálfsvinsemd.

Núvitund er fyrir alla þar sem hún eykur hæfni til að hlúa að sjálfum sér og lifa í sátt. Núvitund hefur reynst fólki vel við að draga úr streitu, kvíða,  þunglyndi, (tekið af vef: lifandinuna.is)

í kjölfarið á nýrri hugsun og leið til bata varð úr bókin Lærdómsvegurinn.